© 2026 Tix Miðasala
Harpa
•
30. janúar
Sala hefst
9. janúar 2026, 12:00
(eftir 19 klukkustundir)




Í sönglagaflokki sínum Mira Zumbi sækir M. Alberto innblástur víða að og má þar finna fjölbreyttar tilvísanir í ólíkar áttir, allt frá andlegri naumhyggju (e. spiritual minimalism), afró-karabískri helgitónlist til íslenskra þjóðlaga. Verkinu er ætlað að draga fram dulda og forboðna þræði sem finna má sameiginlega í trúar- og helgilífi samfélaga eyja Karíbahafsins og Íslands. Í flutningi verksins skapast nokkurs konar helgirými sem nýtist til ígrundunar á þessum tengingum á milli þessara menningarsvæða. Til hugleiðingar um áhrif evrópskrar nýlendustefnu á menningar- og trúarlíf þessara svæða en í senn er verkið nokkurs konar lofgjörð um seiglu þessara samfélaga, minningar þeirra og því að upphefja hið helga í daglegu lífi.
Flytjendur
M Alberto: tónskáld, textasmiður, rafhljóð
Björk Níelsdóttir, rödd, rafhljóð
Þóra Sveinsdóttir: víóla, rödd
NÁNARI UPPLÝSINGAR:

