Plácido Domingo

Harpa

9. mars

Sala hefst

16. desember 2025, 08:00

(eftir 6 daga)

Upplifðu óperugoðsögnina Plácido Domingo í Eldborg í Hörpu, þar sem hann kemur fram ásamt sópransöngkonu og píanóleikaranum James Vaughan á einstökum og ógleymanlegum tónleikum.

Hann er lifandi goðsögn og ein fremsta óperurödd samtímans. Nú gefst kostur á að upplifa Plácido Domingo í Eldborg.

Domingo er talinn einn allra besti óperusöngvari heims og jafnframt virtur hljómsveitarstjóri. Hann hefur gegnt stöðu listræns stjórnanda afmælishátíðar Arena di Verona og verið framkvæmdarstjóri bæði Los Angeles óperunnar og þjóðaróperunni í Washington. Á ferli sínum hefur hann túlkað yfir 150 hlutverk í meira en 4.400 sýningum, selt milljónir platna og fyllt leikvanga víða um heim.

James Vaughan, tónlistarmaður frá Dublin, hefur lengi verið talinn á meðal fremstu píanóleikara, undirleikara og raddkennara í Evrópu. Hann er með BA-próf í tónlistarfræði og tónsmíðum frá Trinity-háskólanum í Dublin og hlaut einnig viðurkenningu frá Trinity-háskólanum í London sem einleikari á píanó.

Saman flytja Plácido Domingo, James Vaughan og sópransöngkona efnisskrá sem Domingo hefur sjálfur valið og mótað með hliðsjón af áhorfendum, salnum og eigin listrænni innsýn. Hér er um að ræða einstaka tónleika og tónlistarupplifun langt umfram hið venjulega.

Plácido Domingo: barítón

Sópran: óstaðfest

James Vaughan: píanóleikari

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger