Kanlínudans

Dansverkstæðið

11. - 25. janúar

Miðaverð frá

2.900 kr.

Kanlínudans

Kanlínudans er dansleikhúsverk fyrir börn á aldrinum 4–10 ára og fjölskyldur þeirra. Verkið fjallar um tvær kanínur sem leika sér, dansa og leita leiða til að tengjast hvor annarri.

“Tvær kanínur; Leynir og Læða. Kanínurnar snúast hvor um aðra og dansa á línunni. Læða er ferköntuð og hröð kanína. Leynir er rólegri, fylgir flæðinu og er ekki eins upptekinn að línu dansinum. Stundum er gaman og línurnar eru skýrar en stundum eru línurnar óljósar og samskiptin í móðu. Kanínurnar eru fastar saman á þessum reiti, í þessari framkomu. Hvernig mun þetta fara? Geta þær dansað þennan línudans saman?”

Kanínurnar takast á við samskipti og ólíka hegðun og í verkinu verður kóreógrafían að karaktersköpun. Í leikgleðinni villast þær og þurfa þá að setja mörk og finna nýjar leiðir til að ná saman. Að sýningu lokinni er börnum boðið á opið dansgólf, þar sem María Kristín þeytir skífum og Leynir og Læða halda danspartý! BOING BOING BOING!

Verkið er eftir Bunnyverse Company, stofnað af Leevi Mettinen og Sóleyju Ólafsdóttur. Samstarf þeirra hófst í residensíu á Dansverkstæðinu sumarið 2023, þar sem Kanlínudans tók á sig fyrstu mynd. Verkið var frumsýnt á UNGA sviðslistahátíðinni í Tjarnarbíói í apríl 2024 og var í kjölfarið sýnt í Hofi á Akureyri. Þá var það tilnefnt til Grímunnar sem Barnasýning ársins og Bunnyverse Company vinnur nú að nýju verki, stay tuned!

credits:

Höfundar og dansarar: Leevi Mettinen og Sóley Ólafsdóttir

DJ: María Kristín Jóhannsdóttir

Búningahönnuður: Fríða Björg Pétursdóttir

Þökk fyrir ytra auga og stuðning Marta Ákadóttir

Verkið var búið til í samstarfi við Dansverkstæðið og UNGA Sviðslistahátíð. Sérstakar þakkir til Tinnu Grétarsdóttur og Lárusar Vilhjálmsson.

Þú velur verðið!

Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.

Miðaverð:

  • 2.900 kr.

  • 4.900 kr. (viðmiðunarverð)

  • 6.900 kr.

Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger