© 2025 Tix Miðasala
Austurbæjarbíó
•
10. - 23. janúar
Miðaverð frá
6.490 kr.




Feita hjartað
Nýtt uppistand með Dóra DNA þýðir að loks mun þessum eilífa vetri ljúka.
Feita hjartað er glæný gamansýning frá einum ástsælasta ástmegi þjóðarinnar og sú fyrsta síðan sýningin Engar takmarkanir gekk fyrir fullu húsi um allt land árið 2023. Maðurinn sem einnig hefur verið nefndur Gene Hackman sinnar kynslóðar, maðurinn sem er bæði barnabarn og nafni nóbelsskáldsins, sjónvarpsmaðurinn, hinn íslenski Colonel Sanders, rapparinn, leikarinn, skáldið, höfundurinn og nautnaseggurinn hefur fyrir löngu sigrað þjóðina og gerir fátt betur en að koma fólki til að hlæja.
Í sýningunni Feita hjartað kafar Dóri ofan í kviku tilverunnar og skoðar sjálfan sig að innan. Þar er margt að finna sem gaman er að segja frá og enn meira gaman að hlusta á.
Miði á Feita hjartað er frábær jólagjöf og tilvalinn í skóinn, en þó með þeim fyrirvara að sýningin er stranglega bönnuð innan 16 ára.
Upphitun verður í höndum hinnar óviðjafnanlegu Margrétar Björnsdóttur.
Sjáumst í Austurbæ.

