Friðrik Dór á trúnó

Hljómahöll

12. mars

Sala hefst

8. desember 2025, 11:00

(eftir 6 daga)

Það gleður okkur að segja frá því að Friðrik Dór verður á trúnó í Hljómahöll þann 12. mars 2026 en þetta verður í fyrsta skipti sem Friðrik kemur fram á tónleikaröðinni.

Friðrik Dór þarf ekki að kynna fyrir nokkru mannsbarni en Friðrik er einn ástsælasti söngvari okkar Íslendinga. Lögin Hlið við hlið, Fröken Reykjavík, Skál fyrir þér, Til í allt og Í síðasta skipti eru löngu orðin staðalbúnaður í allar góðar veislur. Friðrik hefur frá árinu 2009 gefið út poppaða tónlist með sterkum R&B áhrifum við góðar undirtektir aðdáenda. Friðrik Dór á að baki sér fjórar breiðskífur sem hafa allar slegið í gegn; Allt sem þú átt (2010), Vélrænn (2012), Segir ekki neitt (2018) og Dætur (2022). Hann er þó ekki aðeins tónlistarmaður, söngvari, lagasmiður, sjónvarpsmaður, bókahöfundur heldur er hann Friðrik jafnframt fjölskyldufaðir úr Hafnarfirðinum.

Tónleikaröðin „trúnó” hefur slegið í gegn í Hljómahöll undanfarin misseri. Hugmyndin er að tjalda öllu til og bjóða upp á stórtónleika en halda þá í Bergi í Hljómahöll sem tekur aðeins um 100 gesti. Listamenn sem vanir eru að spila fyrir talsvert stærri hóp áhorfenda stíga þar á svið í nálægð við færri gesti en vanalega.

Húsið opnar kl. 19:00 og tónleikarnir hefjast kl. 20:00. Takmarkaður fjöldi miða í boði.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger