SúEllen

Bæjarbíó

28. mars

Miðaverð frá

7.990 kr.

SúEllen tónleikar – Ómissandi ævintýri fyrir alla aðdáendur!

Okkur er sönn ánægja að kynna útgáfutónleika með SúEllen í Bæjarbíói þar sem þeir félagar kynna nýju plötuna sína. Þetta er einstakt tækifæri fyrir alla til að upplifa ný lög ásamt bestu eldri lögunum sveitarinnar.

SúEllen er hljómsveit sem hefur skapað sér sérstöðu með kraftmiklum tónlistarstíl. Enn og aftur koma þeir fram með áhrifamikla texta, fallegar melódíur, faglegar útsetningar og á tónleikum galdra þeir fram ógleymanlega stemningu. SúEllen leggur áherslu á tónlist sem fangar tilfinningar, hlátur, grátur, gleði og sorg og allt þar á milli. Þrátt fyrir að SúEllen félagar leggi mesta áherslu á vandaða tónlist er alltaf stutt í húmorinn og mjög oft gerist eitthvað óvænt á SúEllen tónleikum.

Verið með okkur á þessari ógleymanlegu kvöldstund – skemmtum okkur saman, syngjum með og fögnuðum lífinu og listinni og síðast en ekki síst – nýju tónlistinni!

Hljómsveitina SúEllen skipa:

Guðmundur R. Gíslason, söngur og kassagítar

Steinar Gunnarsson, bassi og söngur

Bjarni Halldór Kristjánsson, gítar og söngur

Jóhann Geir Árnason trommur

Jóhann Ingvason hljómborð

18 ára aldurstakmark.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger