© 2025 Tix Miðasala
Happdrætti
•
15. desember
Miðaverð frá
2.000 kr.




Þá er komið að jólahappdrætti Curators 2025. Við erum að safna fyrir nýjum búnaði í færni- og hermisetur hjúkrunar og ljósmóðurfræðideild Háskóla Íslands. Það eru fullt af glæsilegum vinningum í boði. Miðasala byrjar 17. nóvember og lýkur 14. desember.
HermÍs er nútíma hátækni færni- og hermisetur, ætlað nemendum heilbrigðisvísindasviðs Háskóla Íslands ásamt starfsfólki Landspítalans.
Í færni- og hermisetri er kennd og þjálfuð verkleg færni ásamt því sem að æfingar með sýndarsjúklingum fara þar fram þar sem nemendur og starfsfólk fær þjálfun í krefjandi hjúkrun við stýrðar aðstæður.
HermÍs er því mjög verðmæt náms- og kennsluaðstaða sem styður við hágæða nám á heilbrigðisvísindasviði. Færni- og hermikennsla eru þó kostnaðarsamar kennsluaðferðir sem kalla á sérhæfðan tækjabúnað, sérhæft húsnæði auk sérhæfðrar þjálfunar kennara og tæknifólks.
Nú stendur til að safna fyrir endurlífgunarbarni. Hjartastopp er sjaldgæft hjá ungbörnum og þess vegna er þeim mun mikilvægara að nemendur í heilbrigðisvísindum og heilbrigðisstarfsmenn hafi þekkingu og þjálfun í því að bregðast við.
Vinningar frá:
Epal
Tokyo sushi
By Lovísa
Finnsson bistro
Greenfit
Bláa lónið
Partýbúðin
Sporthúsið
Subway
Breakout Reykjavík
Margt fleira…

