Jólatónleikar Sigríðar Thorlacius og Guðmundar Óskars á Fantasíu

Fantasía – Vinnustofa Kjarvals

21. desember

Miðaverð frá

5.990 kr.

Við jólaskreyttan Austurvöll, þegar klukkan er alveg við það að hringja inn jól, viljum við, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar bjóða ykkur upp á hlýlega og hátíðlega síðdegistónleika í húsi vinnustofu Kjarval í Austurstræti.

Okkur langar að bjóða upp á stund með okkar uppáhalds jólatónlist héðan og þaðan og vonumst til að ná að vinda ofan af árstíðabundnum áhyggjum og óþarfa stressi og blása ykkur jólaanda í brjóst.

Húsið og barinn opna klukkutíma fyrir tónleika svo hægt verður að fá sér drykk, áfengan eða óáfengan, heitan eða kaldan

Von er á mjög einstökum en sennilega ekki mjög óvæntum leynivini.

Hlökkum til að sjá ykkur og spila fyrir ykkur,

Sigga&Gummi

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger