Peningamálafundur Viðskiptaráðs 2025

Parliament Hotel

27. nóvember

Árlegur Peningamálafundar Viðskiptaráðs verður haldinn 27. nóvember 2025. Fundurinn hefst kl. 8:30 og fer fram í Sjálfstæðissalnum á Parliament Hotel.

Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri, flytur meginerindi fundarins. Þá mun Andri Þór Guðmundsson, formaður Viðskiptaráðs, flytja opnunarávarp.

Að loknum erindum fara fram pallborðsumræður þar sem eftirtaldir taka þátt:

  • Daði Már Kristófersson, fjármála- og efnahagsráðherra

  • Jón Guðni Ómarsson, bankastjóri Íslandsbanka

  • Rannveig Eir Einarsdóttir, framkvæmdastjóri REIR Verk

  • Þórarinn G. Pétursson, varaseðlabankastjóri

  • Þórður Pálsson, forstöðumaður fjárfestinga hjá Sjóvá

Fundurinn er haldinn í kjölfar nýlegrar vaxtaákvörðunar, útgáfu Peningamála og nýrrar þjóðhagsspár Seðlabanka Íslands.

Miðaverð er 5.900 kr. Húsið opnar kl. 8:00 og verður boðið upp á morgunhressingu. Uppselt hefur verið á fundinn á undanförum árum og því hvetjum við okkar aðildarfélaga til að tryggja sér miða sem fyrst.

Dagsetningar

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger