Out West kvikmyndatónleikar með Buster Keaton og Miller-Porfiris dúettinum

Harpa

10. desember

Miðaverð frá

3.500 kr.

Komdu og upplifðu þögla vestra þeirra Buster Keaton og Roscoe Arbuckle, með lifandi tónlist sem flutt verður af Miller-Porfiris dúettinum. Við byrjum á The Great Train Robbery (1902), með sinni frægu og sjokkerandi lokasenu. Næst verður hin drepfyndna skopstæling þeirra Buster Keaton og Roscoe "Fatty" Arbuckle á hinum hefðbundna vestra í Out West (1918). Tónlistin var útsett til að falla sem best að myndefninu og inniheldur verk eftir Grofé, Gliere, Grosz, Copland og Mark O'Connor.

Íslenskur og enskur texti.

Lengd: 55 mínútur, án hlés.

Almennt miðaverð er kr. 3500, en nemendum og eldri borgurum býðst að kaupa miðann á kr. 2000 í miðasölu Hörpu.

Miller-Porfiris Duo (MP2) hefur glatt áheyrendur síðan árið 2005. Tvíeykið hefur verið staðarlistamenn og haldið námskeið og meistaranámskeið á hátíðum og við stofnanir víðs vegar um Bandaríkin, Evrópu, Mið-Austurlönd og Asíu. Á undanförnum árum hefur tvíeykið farið í tónleikaferðir um Bandaríkin, Ísland, Taívan og Ísrael og hlotið lofsamlega dóma fyrir tónlistarflutning sinn, meðal annars á Spitalfields-hátíðinni í London, Chamber Music of Little Rock, Chamber Music Pittsburgh, Tel Aviv Museum og á tónleikum Kammermúsikklúbbsins. Tónleikaröðin MP2 on the Silver Screen hefur vakið athygli fyrir að kynna nútímaáheyrendum á ný hinn heillandi samruna þöglu kvikmyndanna og lifandi tónlistar.

Árið 2025 verður MP2 hluti af On the Road tónleikaröð Grand Teton Music Festival, þar sem frumflutt verða fimm ný tónverk fyrir tvíeykið eftir Errollyn Wallen, Hildigunni Rúnarsdóttur, Anne Guzzo, Ken Steen og Stephen Gryc. Þessi dagskrá verður einnig flutt í Skotlandi og á Íslandi. Í heimsfaraldrinum 2020–2021 bauð MP2 upp á tónlist í streymi og fékk töluverða áheyrn vítt og breitt um heiminn. Á þessu tímabili pantaði, frumflutti og streymdi tvíeykið yfir tíu nýjum verkum eftir konur og tónskáld úr jaðarhópum.

Annarri hljóðritun MP2, Eight Pieces, var lýst af Gramophone og Audible Audiophile tímaritunum sem „frábærri nýrri útgáfu“ með „undursamlegum samhljómi“ og „líflegum og einbeittum flutningi“. Fanfare Magazine skrifaði um þriðju plötu þeirra, Divertimenti: „flutningur þeirra er eins og elding, fullur af lit, eldi og ástríðu.“ Fjórða platan, Threaded Sky, var sögð af American Record Guide: „í topp tíu allra platna sem ég hef nokkru sinni skrifað um.“

www.millerporfirisduo.org

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger