© 2025 Tix Miðasala
Hótel Holt
•
19. nóvember
Miðaverð frá
44.500 kr.




Hvað ef maðurinn missir trúna, hafnar Guði og gefur sig djöflum á vald? Hópur róttæklinga setur allt á annan endann í rússneskum smábæ á ofanverðri 19. öld og markmið þeirra er bylting.
Skáldsagan Djöflarnir pólitískasta og umdeildasta verk Fjodors Dostojevskís. Kveikja þess var raunverulegur atburður, hrottalegt morð á háskólastúdenti í slagtogi við unga stjórnleysingja. Dostojevskí kafar ofan í sálardjúp sögupersóna sinna og hugmyndastrauma samtímans – stjórnleysi, tómhyggju og sósíalisma – en þrátt fyrir þessa djúpu undiröldu eru Djöflarnir ein fyndnasta bók þessa mikla skáldajöfurs, full af fáránlegum uppákomum og spaugilegum karakterum.
Djöflarnir eru spásögn um örlög Rússlands, kristalskúla sem sagði fyrir um rússnesku byltinguna á sínum tíma og það verk Dostojevskís sem einna brýnast erindi á við okkur í dag.
Gunnar Þorri Pétursson hefur tvívegis hlotið íslensku þýðingaverðlaunin fyrir þýðingar sínar á rússneskum bókmenntum, stýrt þáttaröðinni Rús sem sló rækilega í gegn í Ríkisútvarpinu og haldið úti rómuðum námskeiðum í glæsilegum salarkynnum Hótels Holts um helstu verk rússneskra bókmennta.
Námskeiðið um Djöflana verður haldið fjögur miðvikudagskvöld (19. og 26. nóv., 3. og 10. des.) og er styrkhæft hjá mörgum stéttarfélögum.
Sætafjöldi takmarkaður.

