Við verðum að tala um Xi

Fantasía – Vinnustofa Kjarvals

6. nóvember

Miðaverð frá

0 kr.

Xi Jinping er af mörgum talinn valdamesti maður í heimi. Þrátt fyrir það fer undarlega hljótt um hann í opinberri umræðu hér á landi og víðast hvar annarsstaðar á Vesturlöndum.

Fræðimaðurinn Michael Dillon hefur skrifað áhugaverða bók um hinn óskoraða leiðtoga Kína og hefur hún verið til umfjöllunar á vettvangi Bókaklúbbs Spursmála í október.

Guðlaugur Þór Þórðarson er fyrrverandi utanríkisráðherra og Magnús Björnsson hefur um langt árabil kynnt sér stöðu Kína og meðal annars numið við háskóla þar í landi.

Þeir setjast niður með Stefáni Einari og þar verður rætt um Xi Jinping og stöðu Kína á vettvangi heimsmálanna.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger