Árstíðir Vivaldis á upprunahljóðfæri - 300 ár frá útgáfu

Breiðholtskirkja

15. nóvember

Miðaverð frá

3.000 kr.

15. nóvember kl. 15:15 mun Kammersveit Breiðholts bjóða upp á afmælisflutning á hinum sívinsælu Árstíðum Antonio Vivaldis, en í ár eru þrjúhundruð ár liðin frá því að þær birtust fyrst á prenti. 

Leikið er á upprunahljóðfæri, en hérlendis hafa Árstíðirnar sjaldan hljómað í þeim búningi. Sérstök áhersla er lögð á að draga upp lifandi myndir af náttúrunni og blása þannig nýjum lífsanda í verkin, en í tónlist Vivaldis herma hljóðfærin eftir alls konar náttúruhljóðum sem tónskáldið tiltekur sérstaklega í upphaflegu prenti nótnanna. Áheyrendur heyra í ýmsum fuglategundum, niðandi lækjum, geltandi hundum og suðandi flugum. Við sögu koma auk þess barátta ólíkra vindátta, flýjandi bráð og harmaljóð fjárhirðisins.

Einleikarar eru Sólveig Steinþórsdóttir, Agnes Eyja Gunnarsdóttir, Laufey Jensdóttir og Emma Garðarsdóttir.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger