Pétur Ben útgáfutónleikar

IÐNÓ

29. nóvember

Miðaverð frá

5.900 kr.

Pétur Ben útgáfutónleikar

Platan Painted Blue hefur lengi verið í smíðum, en lítur loks dagsins ljós í nóvember. Platan rennir bláum pennslum yfir hverfulleika, húmor og leit að friði í gegnum þjóðlagaform. Röddin og gítarinn eru í forgrunni en þó koma fjölmargir vinir Péturs fram á plötunni. Má þar nefna  Emiliönu Torrini, Tinu Dickow, Helga Jónsson, Marketu Irglova, Pieter Theuns og Magnús Trygvason Elíassen ásamt mörgum öðrum frábærum listamönnum.

Í tilefni útgáfunnar verður Pétur Ben með útgáfutónleika í Iðnó þann 29. nóvember klukkan 20.  

Eitt af lögum plötunnar, The Great Big Warehouse in the Sky, var tilnefnt sem lag ársins á Íslensku tónlistarverðlaununum 2025. Pétur er þekktur fyrir ófyrirsjáanlegar og fjölbreyttar tónleikaupplifanir þar sem hann fléttar saman ólíkum lagasmíðum sínum við óvæntar og skemmtilegar ábreiður.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger