© 2025 Tix Miðasala
Langholtskirkja
•
8. nóvember




Mótettukórinn býður til tónlistarveislu í Langholtskirkju. Efnisskráin samanstendur af verkum úr ólíkum áttum og frá ólíkum tímum. Rómantík frá Finnlandi - 9 lög fyrir kór, finnsk ættjarðarást fyrir blandaðan kór, og Son of God Mass eftir James Whitbourn, messa sem flutt er af blönduðum kór, einsöngvurum, orgeli og saxófón. Þó að meira en öld skilji að þessar tónsmíðar er þó einhver sameiginlegur þráður - og verkin hvort um sig einkar viðeigandi á köldu nóvemberkvöldi í Reykjavík. Stjórnandi er Stefan Sand.

