Minning á jólum – jólatónleikar Söngfjelagsins 2025

Langholtskirkja

7. desember

Miðaverð frá

0 kr.

Minning á jólum – jólatónleikar Söngfjelagsins 2025

Jólatónleikar Söngfjelagsins eru fyrir löngu orðnir fastur liður hjá fjölmörgum á aðventunni. Hilmar Örn Agnarsson er stofnandi og stjórnandi kórsins frá upphafi en tónleikarnir í ár verða sérstakir að því leyti að þeir verða kveðjutónleikar hans með Söngfjelaginu. Að þessu tilefni flytur kórinn úrval af jólalögum Söngfjelagsins, en það eru lög og verk sem samin hafa verið sérstaklega fyrir kórinn af ýmsum tónskáldum og textahöfundum, eitt á ári hverju allt frá stofnun hans haustið 2011. Flutt verða m.a. verk eftir Hjörleif Hjartarson, Daníel Þorsteinsson, Úlfar Inga Haraldsson, Olgu Guðrúnu Árnadóttur, Georg Kára Hilmarsson og Hróðmar Sigurbjörnsson.

Í ár verður frumflutt Jólalag Söngfjelagsins 2025, Stundvísu jól, eftir Karl Ágúst Úlfsson, sem er meðlimur í Söngfjelaginu. Sérlegur útsetjari Söngfjelagsins í gegnum tíðina er Haraldur V. Sveinbjörnsson. Með kórnum leikur hljómsveit Kjartans Valdemarssonar ásamt strengjasveit Hjörleifs Valssonar.

Sérstakir gestir verða Björg Þórhallsdóttir og Pálmi Gunnarsson ásamt hinni heimsþekktu Polinu Shepherd, þjóðlaga- og Klezmersöngkonu.

Sem fyrr munu gleði, kærleikur og friður svífa yfir vötnum á þessari uppskeruhátíð Söngfjelagsins og kórstjórans, sem líta yfir farinn veg og fagna frjóu og góðu samstarfi.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger