Rising Stars tónlistarhátíð í Hörpu | Hátíðarpassi

Harpa

9. maí

Miðaverð frá

10.000 kr.

Rising Stars tónlistarhátíðin fer fram í Norðurljósum í Hörpu, helgina 9. - 10. maí 2026 þar sem ungt og framúrskarandi tónlistarfólk, hvaðanæva að, býður upp á litríka og einstaklega spennandi efnisskrár sem saman spanna margar aldir og álfur. Tónleikarnir eru fernir og fara fram klukkan 17 og klukkan 20, laugardag og sunnudag.

Portúgalski Maat-saxófónkvartettinn flytur kraftmikil baráttulög og tónlist sem hverfist um jafnrétti og frelsi. Píanóleikarinn Giorgi Gigashvili frá Georgíu leikur undurfögur og hrífandi einleiksverk fyrir píanó, sígild og splukuný. Austurríski sellóleikarinn Valérie Fritz fléttar saman afar fjölbreyttum einleiksverkum fyrir selló þar sem hreyfingar, lýsing, söngur, myndlist og dans koma við sögu og sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir ásamt píanóleikaranum Kunal Lahiry býður hlustendum í magnað ferðalag sem er innblásið af ljóði Sylviu Plath, Lafði Lazarus!

Á öllum tónleikunum hljómar glæný tónlist, samin sérstaklega fyrir flytjendurna en tónskáldin eru Aleksandra Vrebalov, Jennifer Walshe, María Huld Markan Sigfúsdóttir og Natalie Beridze.

Hátíðarpassi á ferna tónleika tryggir aðgang á alla tónleika hátíðina og kostar aðeins 10.000 krónur.

RISING STARS TÓNLISTARHÁTÍÐIN Í HÖRPU

9. - 10. MAÍ 2026 Í NORÐURLJÓSUM

Laugardagur, 9. maí kl. 17

Maat saxófónkvartettinn: Blackbird

Laugardagur, 9. maí kl. 20

Giorgi Gigashvili, píanó

Sunnudagur, 10. maí kl. 17

Valérie Fritz, selló: Learn to unlearn

Sunnudagur, 10. maí kl. 20

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó: Lady Lazarus

Rising Stars er verkefni á vegum ECHO, Samtaka evrópskra tónleikahúsa. Rising Stars-verkefnið er margþætt. Það gefur ungu og framúrskarandi tónlistarfólki færi á að koma fram í frábærum tónlistarhúsum víðs vegar um Evrópu og veitir jafnframt ferskum straumum inn í tónlistarlíf og dagskrá viðkomandi tónlistarhúsa. Verkefnið styður við nýsköpun en þeir hópar og einstaklingar sem valdir eru til þátttöku í Rising Stars panta nýtt tónverk sem flutt er á öllum tónleikum viðkomandi. Samhliða tónleikahaldi tekur tónlistarfólkið þátt í samfélagslegum tónlistarverkefnum sem lúta að miðlun, kennslu og/eða viðburðahaldi, gjarnan utan hins hefðbundna tónleikasalar en verkefnin eru ákveðin í samstarfi við viðkomandi tónlistarhús.

  Um 110 tónleikar fara árlega fram á vegum Rising Stars. Á meðal tónlistarfólks sem komið hefur fram undir merkjum Rising Stars eru fiðluleikararnir Patricia Kopatchinskaja, Renaud Capuçon og Janine Jansen, píanóleikararnir Khatia Buniatishvili og Igor Levit, sellóleikarinn Kian Soltani og strengjakvartettarnir Quarteto Casals og Belcea Quartet.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger