© 2025 Tix Miðasala
Bæjarbíó
•
3. janúar
Miðaverð frá
8.490 kr.
Una Torfa er lagasmiður og söngkona úr Vesturbænum sem semur lög á íslensku um ástir, höfnun, hjartasár og hamingju. Textarnir eru fjölbreyttir og taka á ýmsum hliðum margslunginna tilfinninga. Hún fangar nákvæmar tilfinningar og kemur þeim í orð, finnur lítil augnablik og hverfular hugmyndir og festir þær í textum. Laglínurnar dansa í takt við textana sem Una syngur á meðan hún spilar á gítar og píanó.
Á tónleikum í Bæjarbíói lofar Una Torfa nánd og ógleymanlegu kvöldi. Með henni verður hljómsveit skipuð af Hafsteini Þráinssyni á gítar, Tuma Torfasyni á bassa og trompet og Sólrúnu Mjöll Kjartansdóttur á trommur. Ekki láta þig vanta!
18 ára aldurstakmark.