© 2025 Tix Miðasala
Austurbæjarbíó
•
1. nóvember
Miðaverð frá
5.990 kr.
Cell7 - Deep Cuts Útgáfutónleikar
Tónlistarkonan Cell7 fagnar útgáfu þriðju breiðskífu sinnar Deep Cuts með útgáfutónleikum í Silfurtungli í Austurbæjarbíói. Nýja platan verður spiluð í heild sinni ásamt vel völdum lögum af fyrri plötum. Cell7 hefur verið viðloðandi íslenskt hip hop í árafjölda og er einn af brautryðjendum stefnunnar á Íslandi með mikla sérstöðu í senunni.
Með Cell7 á sviðinu verða Kristinn Gunnar Blöndal á hljómborði og Elli Bang á trommum. Kristinn Gunnar, líklegast betur þekktur sem DJ KGB hefur einnig verið virkur í íslensku tónlistarlífi um áratugaskeið í hljómsveitum eins og Ensími, Mr. Silla og Botnleðju. Elli trommaði með goðsagnakenndu harðkjarnasveitinni I Adapt, reggísveitinni Ojba Rasta og Fufanu, sem blandaði saman post-punk, krautrock og raftónlist.
Akureyrar-goðsögnin og skáldið Kött Grá Pjé ætlar svo að reiða fram rímur úr myrkustu kimum norðursins fyrir viðstadda sem og andlega fjarverandi. Hann gaf út plötuna Dulræn Atferlismeðferð árið 2024 og hlaut Kraumsverðlaunin sama ár.
Það er einfaldlega galið fyrir hip-hop aðdéndur sem og aðra að láta þessa veislu framhjá sér fara, takmarkaður miðafjöldi!