© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
13. nóvember
Miðaverð frá
2.900 kr.
The Selkie Poetry Reading er samsafn ljóða og laga eftir hinn goðsagnakennda dúett Beauty and the Beast, flutt í hráu og persónulegu rými í Iðnó. Í sýningunni leikur dúettinn sér að andstæðunum hráleika og viðkvæmni, losta og viðbjóði, líkama og sel (sál). Þær flysja allt kjaftæðið í burtu, snúa aftur inn í kjarnann og bjóða ykkur að upplifa klámfenginn, dystópískan ljóðalestur þar sem saman koma fegurð myrkursins og þess sem á milli er. Ljóðin líða inn og út úr ímynduðu landslagi þar sem Amanda og Halla taka ýmist á sig ham sels eða konu. Þær koma með hljóðfærin sín og andlitsmálninguna og þið þurfið ekki annað en að halla ykkur aftur, hlusta og ef til vill svífa um í þyngdarleysi undir hljómi þessara dempuðu, dimmu og epísku radda.
Athugið að 18 ára aldurstakmark er á sýninguna og að engar myndatökur eru leyfðar meðan á sýningu stendur.
Um danshöfundana
Beauty and the Beast er dansdúett, uppskálduð hljómsveit og lífstíðarsamstarf danshöfundanna Amöndu Apetrea og Höllu Ólafsdóttur. Listsköpun þeirra snýst ávallt um ykkur og þær og ALLA ástina sem ríkir þar á milli. Saman hafa þær samið verkin Beauty and the Beast (2011), DEAD (2017), Sälkvinnorna (2023) og The Selkie Poetry Reading (2025), og komið fram í heimildarmyndinni Hashtag Tour (2025) eftir Margréti Takyar.
Samstarf Beauty and the Beast snýst alltaf um vináttu og þær vinna aldrei einar. Meðal þeirra sem þær hafa unnið með síðustu 15 árin eru: Linnéa Martinsson (Lune), Chrisander Brun, Ester Martin Bergsmark, Kajsa Lisa Larsson, Interim Kultur, Sara Bergsmark, Karin Dreijer, Zhala Rifat, Nadja Hjorton, Elize Arvefjord, Björn Kuajara, Lisen Rosell, Margrét Seema Takyar, Jessyka Watson-Galbraith, Emma Kim Hagdahl, Siri Hjorton Wagner, Iki Gonzalez Magnusson, Emma Tolander, Sidney Leoni, Cornelius, Akiiki, Emmy Apetrea og Shirley Harthey Ubilla.