Solus Break

Tjarnarbíó

15. nóvember

Miðaverð frá

2.900 kr.

Í verkinu Solus Break er einvera skoðuð í gegnum hrynjandi og dans. Hvað fær okkur til að vilja hreyfa okkur? Hvernig túlkar líkaminn taktslög? Í verkinu eru áhrif frá ólíkum tegundum tónlistar: hip-hopp, teknó, jungle, drum and bass. Kóreógrafían er náið samtal ryþma og hreyfingar. Allt byrjar þetta með sampl-tækninni, þá sérstaklega hinu goðsagnakennda trommusólói Amen Break sem hefur mótað heilu tónlistarstílana. Rétt eins og þetta tiltekna sampl lumar líkami minn á minningum, síkvikri sjálfsmynd. Ferðalag mitt úr hipphopp-menningunni yfir í klúbbasenuna varð mér innblástur í dans sem er undir áhrifum frá breakbeat: fullur af synkópum, ófyrirsjáanlegur og ákafur.

Um listamanninn

Ég stend einn á sviðinu og rifja upp líkamlegar og tónlistarlegar minningar, nota röddina eins og sampl og leyfi hljóðinu að stjórna hreyfingum mínum. Hver einasta hreyfing verður brot, minning, virðingarvottur. Solus Break er tilraun mín til að kortleggja það hvernig tónlistin streymir í gegnum okkar, breytir okkur og tengir.

Ég er danshöfundur og dansari í hópnum Dikie Istorii sem ég stofnaði árið 2017. Rætur mínar liggja í hipphoppi, bæði hvað varðar dans og tónlist. Síðar lærði ég nútímadans við Conservatoire Supérieur de Musique et de Danse í Lyon og þar kviknaði áhugi minn á sambandi líkama og hljóðs. Í sköpunarferli mínu leikur tónlistin lykilhlutverk og er gjarnan flutt á staðnum. Ég er gríðarlega hrifinn af raftónlist, allt frá hávaðatónlist, rokk og pönki til bassatónlistar, hipphopps, trap, jungle og teknótónlistar. Reynsla mín af því að koma fram með götulistahópum vakti hjá mér spurningar um almannarýmið; uppbyggingu þess, hljóðheim og milliliðalaust sambandið við áhorfendur. Ég nýt þess að reyna á hlutverk áhorfandans með því að skapa alltumlykjandi aðstæður, stundum með beinum samskiptum, stundum með því að brjóta upp hefðbundna afstöðu. Viðfangsefni mín eru breytileg frá ári til árs en spretta upp úr þjóðfélags- og heimspekilegum viðfangsefnum sem og tónlist, bókum, myndlist, kvikmyndum og rannsóknarvinnu.

Út úr þessari vinnu hafa komið nokkur verk:

ILS (2018), verk fyrir þrjá dansara og tónlistarmann í almannarými sem hverfist um hæglæti; No Pasaran (2020), alltumlykjandi verk fyrir fimm listamenn, þar af tvo tónlistarmenn, sem rannsaka uppreisn, uppþot og fjöldahreyfingar, með áhorfendur í hringiðunni minni. Nú síðast hef ég í Solus Break verið að skoðaeinveruna í gegnum takt sjálfsmyndarinnar. Ég lít á sampl sem eins konar minni einstaklinga og hópa, og sem verkfæri til umbreytingar og þróunar í tónlist, dansi og menningu. Hvað kemur okkur á hreyfingu? Hvaða grúv? Hvaða hreyfingar kvikna?

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger