© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
15. nóvember
Miðaverð frá
2.900 kr.
Í Swan Lake Solo eru hvorki hvítir fuglar né prinsar. Í samstarfi við tónskáldið Anton Svetlichny býður Olga Dukhovna okkur upp á sína eigin útgáfu af Svanavatninu og umbreytir þessum sígilda ballett í nútímaverk.
Áður en lengra er haldið er best að koma því á hreint að Swan Lake Solo er hvorki sóló Odette prinsessu né nútímaútgáfa af balletti Tchaikovskys. Swan Lake Solo er danssýning sem fæst við samtímann. 9. mars 2022 mátti á forsíðu rússneska stjórnarandstöðublaðsins Novaya Gazeta sjá skuggamyndir fjögurra dansara úr Svanavatninu með kjarnorkusprengingu í bakgrunni. Síðan Gorbachev féll hefur ballett Tchaikovskys verið sýndur í sjónvarpinu í hvert sinn sem fréttirnar verða of eldfimar.
Stríðið var síðasti naglinn í kistu verkefnis Olgu Dukhovnu eftir tveggja ára samkomutakmarkanir – hún gaf upp á bátinn þá hugmynd að setja upp Svanavatnið með 32 dönsurum, hljómsveit og söngvurum í nýja listasafninu í Moskvu. Úkraínski danshöfundurinn breytti heilum ballettflokki í einn dansara – sjálfa sig. Þau rússneska tónskáldið Anton Svetlichny unnu með tónlist Tchaikovskys á gáskafullan og virðingarríkan máta. Af öllum þessum hömlum fæddist kraftmikið dansverk, uppfullt af gleði og dásamlegu frelsi.
Um danshöfundinn
Olga Dukhovna endurvinnur dans á sama hátt og aðrir endurvinna hluti; hún safnar þeim, umbreytir, veitir í nýjan farveg. Olga sem fæddist í Úkraínu og lærði í Brussel (P.A.R.T.S.) og Angers (CNDC) bræðir löngu gleymda þjóðdansa saman við nútímadans. Hún tekur öllum óvæntum árekstrum fagnandi. Í verkum hennar (Korowod, Hopak, Crawl) eru þjóðdansar afbyggðir til að leysa úr læðingi pólitískan kraft þeirra. Hún vakti athygli víða um heim fyrir Swan Lake Solo sem hún skapaði í herberginu sínu á tíma samkomutakmarkana. Hún stundar nú rannsóknir á flutningi og geymd hreyfinga.
Sýningin er partur af dagskrá Reykjavík Dance Festival. Dagskrá hátíðarinnar má nálgast á https://www.reykjavikdancefestival.com/