Forme(s) de vie eftir Shonen company

Borgarleikhúsið

12. - 13. nóvember

Sala hefst

13. október 2025, 10:00

(eftir 2 daga)

Hvaða hreyfingum myndirðu halda eftir ef þú færir að eiga erfiðara með að hreyfa þig, ef það yrði að baráttu sem krefst órofinnar einbeitingar? Það er þessi nauðsyn sem á sviðinu sameinar þrjá dansara og tvo listamenn með skerta hreyfigetu – dansara og fyrrverandi atvinnumann í hnefaleikum. Saman setja þau úr skorðum hugmyndir samtímans um hinn „aukna líkama“ í sýningu sem dansar á mörkum sviðslista og kvikmyndalistarinnar.

Dansararnir koma fram líka og mennsk og næm hjálpartæki sem vega upp á móti skertum vöðvakrafti og hreyfigetu. Líkamar sem sagðir eru hamlaðir og líkamar sem sagðir eru afburðafærir bæta upp og hreyfa hver við öðrum. Með látbragði sem tilheyrir fyrri iðju þeirra er líkamsminnið virkjað. Í sýningunni býðst áhorfendum að sitja á gólfinu eða sviðinu, eins nærri listafólkinu og hægt er. Á meðan á sýningu stendur eru sýndar myndir sem birta okkur fundi utan sviðs við fleira fólk sem hefur glatað hreyfigetu. Verkið skapar rými fyrir nánd og sameiginlega sköpun um leið og það setur úr skorðum hugmyndir hins tæknilega, kappsfulla og sótthreinsaða þjóðfélags okkar um hinn „aukna líkama“ (or „aukna manneskju“), þar sem hugmyndum um fötlun - og þá baráttu fyrir að hreyfa sig sem snertir okkur öll - hefur verið ýtt út á jaðarinn.

Hópurinn Shonen starfar í Marseille og var stofnaður árið 2007 af danshöfundinum og myndlistarmanninum Eric Minh Cuong Castaing. Hann starfar nú hjá Montpellier Danse og með hóp sínum við Centre national de la création adaptée (CNCA) í Morlaix, í Bourges (Menningarborg Evrópu 2028) og í samstarfi við Comédie de Genève og Collection Lambert í Avignon. Shonen stendur fyrir samfélagstengdum verkefnum með það að markmiði að listsköpun eigi sér stað í félagslegum veruleika og þannig verði til sterkt samtal á milli listheimsins og sérhæfðra stofnana (mennta- og heilbrigðisstofnana, sjúkrahúsa, góðgerðasamtaka, rannsóknarstofa, skóla o.s.frv.). Ásamt samstarfsfólki kannar Shonen líkamann í öllum hans fjölbreytileika, setur spurningarmerki við framsetningu hans og færir saman listafólk af ýmsum toga, fatlað og ófatlað. Hópurinn hefur skapað fimmtán verk – sýningar, kvikmyndir, innsetningar – sumar þeirra í samstarfi við leikskáldið Marine Relinger (Phoenix, 2018), Marine Relinger og Aloun Marchal (L’âge d’or - 2018, Forme(s) de vie - 2021, Parc - 2022, Vision - 2026) eða leikstjórann Anne-Sophie Turion (HIKU - 2023). Hópurinn hefur fengið opinbera viðurkenningu frá DRAC Provence-Alpes-Côte d'Azur og nýtur stuðnings frá Marseille-borg.

Hentar döff. Hægt er að biðja um hljóðlýsingu. Aðgengilegt fólki sem notar hjólastól.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger