Jóhannesarpassía J.S. Bachs í Eldborg

Harpa

1. mars

Miðaverð frá

6.900 kr.

Í tilefni 50 ára afmælis Sumartónleika í Skálholti flytur Kammerkórinn Schola Cantorum, Barokkbandið Brák og Finnish Baroque Orchestra Jóhannesarpassíu J.S. Bachs. Stjórnandi og guðspjallamaður er Benedikt Kristjánsson, en aðrir flytjendur eru María Konráðsdóttir sópran, Arnheiður Eiríksdóttir mezzósópran, Hrólfur Sæmundsson sem syngur Pílatus og Tobias Berndt sem syngur Jesú.

Sumartónleikar í Skálholti fagna 50 ára afmæli hátíðarinnar með því að flytja eitt þekktasta barokkverk tónlistarsögunnar; Jóhannesarpassíu Bachs, í Eldborg. Í fyrsta sinn á Íslandi verður 4. útgáfa verksins flutt, en Bach flutti passíuna fjórum sinnum á starfsævi sinni og breytti henni ávallt fyrir hvern flutning. Þessi síðasta útgáfa var flutt einu ári áður en Bach lést, árið 1749.

Benedikt Kristjánsson er listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri Sumartónleika í Skálholti. Hann stjórnaði flutningi Jólaóratoríunnar og söng hlutverk guðspjallamannsins í uppfærslu Listvinafélagsins í Reykjavík í desember 2024. Benedikt hefur tekið þátt í flutningi Jóhannesarpassíunnar í helstu tónleikasölum Evrópu, Kanada og í Bandaríkjunum. Hann útbjó einnig sérstaka útgáfu passíunnar fyrir tenór, sembal/orgel og slagverk sem m.a. var flutt í Tómasarkirkjunni í Leipzig á föstudaginn langa, árið 2020 í miðjum heimsfaraldri og var flutningnum streymt af stærstu sjónvarpsstöðvum Þýskalands. Benedikt fékk þýsku tónlistarverðlaunin Opus Klassik fyrir nýstárlegastu tónleika ársins fyrir flutning verksins.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger