Dansverkstæðið

9. - 23. nóvember

Miðaverð frá

2.900 kr.

Hvernig getum við gert dans kúl? Íþróttir eru kúl…það er kúl að stunda íþróttir og það er kúl að horfa á íþróttir. En hvaða íþrótt öskrar kúl? Fótbolti! Það hefur ávallt verið kúl að stunda fótbolta, horfa á fótbolta og halda með ákveðnu liði í fótbolta. Pepsi-deildin, Úrvalsdeildin, Meistaradeildin, Enska-deildin, Spænska-deildin… en nú er komið að DEILDINNI. DEILDIN er deild sem inniheldur einungis eitt lið, einn þjálfara og áhorfendur. DEILDIN er dansverk í formi fótboltaleiks.

Þú velur verðið!

Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.

Miðaverð:

  • 2.900 kr.

  • 4.900 kr. (viðmiðunarverð)

  • 6.900 kr.

Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.

Hluti af sviðslistahópnum “Atvinnumenn” hófu fyrstu rannsókn og æfingar á verkinu í sumar residensíu Dansverkstæðisins 2025. Markmiðið er að búa til 90 mínútna sýningu, 45 mínútur fyrir hlé og 45 eftir, en nú er til sýnis 20 mínútna verkið í vinnslu. Birta Ásmundsdóttir er danshöfundur og þjálfari verksins.

Danshöfundur: Birta Ásmundsdóttir

Tónskáld: Anna Róshildur

Myndir og upptaka: Kári Thayer

Tækni: Cristina Agueda

Dansarar: Birna Karls, Bjartey Elín Hauksdóttir, Cristina Agueda, Gabriel Marling Rideout, Inga María Olsen, Jaakko Fagerberg, Karitas Lotta Tulinius, Lena Margrét Jónsdóttir, María Kristín Jóhannsdóttir, Rebekka Sól Þórarinsdóttir, Sara Lind Guðnadóttir & Sóley Ólafsdóttir.

Styrkt af Dansverkstæðinu.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger