Dansgenið

Dansverkstæðið

5. - 15. nóvember

Miðaverð frá

2.900 kr.

Dansgenið

Í verkinu deila þrír dansarar af þremur kynslóðum minningum, áhrifum, tónlist og reynslu sem hafa mótað nálgun þeirra og aðferðafræði í dansi. Í gegnum hreyfingu og frásögn er dregin upp svipmynd af dansara þar sem minningar og líkamsreynsla fléttast saman.

Verkið varpar ljósi bæði á mótun einstakra listamanna og hvernig íslenskt danssamfélag hefur orðið til úr fjölbreyttum þráðum þekkingar og innblásturs.

Verkið byggir á fyrri vinnu Völu með Íslenska dansflokknum (Íd) í tilefni af 50 ára afmæli flokksins, þar sem hún leiddi sólóvinnu með dönsurum flokksins. Þá vann hún einnig hljóðverk út frá sögum frá dönsurum sem hafa starfað hjá Íd frá stofnun hans.

Þú velur verðið!

Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.

Miðaverð:

  • 2.900 kr.

  • 4.900 kr. (viðmiðunarverð)

  • 6.900 kr.

Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.

Valgerður Rúnarsdóttir hefur starfað sem dansari, danshöfundur og listrænn stjórnandi í yfir 25 ár. Hún var um árabil meðlimur í Íslenska dansflokknum og ferðaðist síðar víða um heim með verkum eftir Sidi Larbi Cherkaoui, Damien Jalet og Ernu Ómarsdóttur. Valgerður hefur skapað fjölda eigin verka, þar á meðal verðlaunasýningar, og starfað sem danshöfundur í stórum leikhús- og kvikmyndaverkefnum. Hún hefur jafnframt átt í víðtæku samstarfi við listafólk bæði hérlendis og erlendis. Listræn nálgun hennar byggir á samvinnu, samfélagslegri tengingu og stöðugri könnun á möguleikum dansins.

Flytjendur:

Hany Hadaya

Snædís Lilja Ingadóttir

Vigdís Birna Grétarsdóttir

Tækni:

Cristina Agueda

Hugmynd og listræn stjórnun:

Valgerður Rúnarsdóttir

Verkið er styrkt af Dansverkstæðinu

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger