© 2025 Tix Miðasala
Dillon
•
15. nóvember
Miðaverð frá
14.990 kr.
Japönsk Whiskey hafa náð ótrúlegum hæðum í gæðum og verða sífellt vinsællii. Í þessu námskeiði verður farið yfir það helsta í japönsku viskí.
Farið verður yfir allt það helsta við japönsk viskí, en við munum:
– kynnast helstu afbrigðunum
– fara yfir sögu og hætti
– kynnast aðferðum til að njóta
Smakkað verður á a.m.k. 5–6 mismunandi tegundum.
Námskeiðið tekur um 2 tíma.
Um leiðbeinandann
Þorfinnur Guttormsson heiti ég og ætli það sé ekki best að titla mig sprúttsala.
Áhugi minn fyrir brenndum vínum vaknaði snemma og hefur í raun verið leiðandi afl allan minn starfsferil.
Ég er nú að sjá síþyrstum Dönum fyrir drykkjum frá brugghúsinu margfræga Mikkeller. Þar áður vann ég hjá Foss distillery og Glóbus, auk þess að hafa staðið ófáa vaktina á bak við barinn á sjálfum Dillon.
Upphaflega settum við Viskískólann á Dillon upp sem starfsmannaþjálfun. Fljótlega fóru að berast fyrirspurnir utan úr bæ, en þá lá það augljóslega við að hleypa fróðleiksfúsum að.
Um Viskískólann
Dillon er langstærsti viskíbar landsins og hefur verið það fjölda ára. Við stærum okkur af því að bjóða upp á 250 – 300 tegundir hverju sinni. Við reynum að bjóða upp á það besta úr hverjum flokki og fylgjumst mjög vel með því sem er að gerast í heiminum sem tengist þessum nektar guðanna.