© 2025 Tix Miðasala
Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8
•
29. október
Miðaverð frá
3.900 kr.
Santé! og Mosi bjóða upp á á einstaka kvöldstund miðvikudaginn 29. október þar sem gestir fá að kynnast hinu nýja Mosa gini.
Boðið verður upp á að smakka útgáfur af Mosa gini sem þegar eru kunnar en einnig verða kynntar nýjar og óútkomnar útgáfur beint úr Langjökli og af Eldfelli. Hér gefst því sjaldgæft tækifæri til að skyggnast inn í framtíð Mosa og upplifa með eigin bragðskyni hvernig ólík náttúruöfl móta karakter ginsins.
Mosi er handgert gin sem látið er þroskast við einstæðar aðstæður íslenskrar náttúru. Ginið er ekki afurð rannsóknastofu heldur er það mótað af hráum öfgum landsins – annars vegar ofan í Langjökli og hins vegar uppi á Eldfelli í Vestmannaeyjum. Tveir andstæðir heimar en einn andi - vínandi.
Ginið er geymt í sérvöldum tunnum á þessum tveimur stöðum. Þar má finna Islay viskí-, Chardonnay-, Vermouth-, Mezcal- og Sauternes-tunnur. Við þroskunina samþættir ginið eiginleika tunnunnar og umhverfisins. Hver árgangur er einstakur og engar tvær lotur verða eins því náttúran skrifar hluta af uppskriftinni – vindurinn, seltan og djúp þögn jökulsins.
Á boðstólum verða meðal annars:
Mosi Martini. Martini er oft sagt tákn hreinleikans. Hér fær þessi klassíski kokteill ferskan og skarpan kryddaðan karakter sem sýnir gin í sínu tærasta formi.
Mosi Negroni. Hér fær hinn sígildi ítalskur fordrykkur nýtt líf. Við kennum þér hvernig á að byggja upp hið fullkomna jafnvægi sem einkennir góðan Negroni.
Mosi Gin & Tonic. Líklega þekktasta form gins hér á landi. Hér eru það smáatriðin sem skapa fullkomna upplifun. Við teljum að þetta sé besti fáanlegi G&T-inn en það er þitt að dæma.
Kvöldið er blanda af fróðleik, smökkun og gleði. Gestir fara heim með nýja þekkingu á kokteilagerð og einstaka reynslu af gini sem mótað er af íslenskri náttúru.