© 2025 Tix Miðasala
Bíóhöllin Akranesi
•
31. október
Sala hefst
8. október 2025, 12:00
(eftir 20 klukkustundir)
80´s Konukvöld
Föstudaginn 31. október verður haldið 80´s Konukvöld í Bíóhöllinni á Akranesi. Þar má búast við miklu stuði og stemningu en um er að ræða það sem kallast á ensku Lip Sync. Var þessi viðburður haldinn í fyrsta skipti á Íslandi í janúar fyrr á þessu ári í Bíóhöllinni og úr varð einstök skemmtun. Eins og þá verða kynnar kvöldsins þeir félagar, Valdi Kriss og Ásgeir Eyþórs, en þeir eru miklir áhugamenn um níunda áratuginn og munu kynna lög og flytjendur eftir sinni bestu vitund.
Að þessu sinni verða konur í aðalhlutverki og verða því öll lög kvöldsins flutt eða sungin af konum. Það má því búast við miklu þegar dætur Skagans stíga á svið og flytja lögin hver á sinn hátt og ljóst að fjölbreytnin verður mikil á sviði Bíóhallarinnar. Það er líklegt að lög með hljómsveitum eins og ABBA, Heart, Bangles, Fleetwood Mac og Blondie hljómi eða með söngkonum eins og Pat Benatar, Madonnu, Donnu Summer, Tinu Turner og fleiri sönggyðjum en það kemur allt í ljós.
Textar laganna verða sýndir á risaskjá og því munu gestir vafalaust syngja hástöfum með lögunum enda er það alveg tilvalið og taka nokkur dansspor í leiðinni. Þá eru miklar líkur á að gestir mæti í 80´s klæðnaði til að upplifunin verði sem best enda er stefnan að þetta verði partý ársins. Frábært tækifæri fyrir vinkonuhópa og saumaklúbba og allar konur í stuði. Góða skemmtun!