Silva & Steini - jól í Iðnó

IÐNÓ

12. desember

Sala hefst

6. október 2025, 10:00

(eftir 7 klukkustundir)

Það verða ekki mikil læti í Iðnó kvöldið 12. desember. Söngvararnir Silva Þórðardóttir og Steingrímur Teague leggja mikið uppúr sterku andrúmslofti og fallegri stemmningu, sem heimfærist einkar vel á jólatónlist, eins og fastagestir á jólatónleika þeirra eru farnir að þekkja, og kom enn sterkar í ljós á plötunni Christmas With Silva & Steini, sem kom út í fyrra við mikinn fögnuð jólaunnenda.

Sem fyrr verður seilst djúpt í jólalagaskúffuna eftir óvæntum perlum í bland við einhver þekkt lög, og takmarkið að allir gestir fari heim með fullhlaðin hjartabatterí.

Flytjendur í ár verða eftirtaldir:

Silva Þórðardóttir: söngur

Steingrímur Teague: söngur, píanó

Andri Ólafsson: kontrabassi

Magnús Trygvason Eliassen: trommur

Eiríkur Orri Ólafsson: málmblástur

Jóel Pálsson: tréblástur

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger