Kvartett Þórdísar Gerðar - Frank Sinatra Sings for Only the Lonely - Múlinn Jazzklúbbur

Harpa

19. nóvember

Miðaverð frá

4.900 kr.

Þórdís Gerður Jónsdóttir, selló

Kjartan Valdemarsson, píanó

Andri Ólafsson, bassi

Matthías MD Hemstock, trommur

Kvarett Þórdísar leika lögin af plötunni Frank Sinatra Sings for Only the Lonely. Þórdís Gerður Jónsdóttir, sellóleikari, leiðir kvartettinn en undanfarin misseri hefur hún sótt innblástur í söng Sinatra þegar kemur að því að leika sígild jazzlög. Sellóið hefur gjarnan verið talið það hljóðæri sem kemst mannsröddinni næst og verður á tónleikunum í hlutverki croonersins fræga. Hljómplatan Frank Sinatra Sings for Only the Lonely kom út þann 8. september árið 1958 hjá útáfurisanum Capitol Records og inniheldur angurvær ástarlög, svokölluð luktarsönglög eða torch songs. Þegar platan var hljóðrituð var söngvarinn að skilja við leikkonuna Avu Gardner og má greina bæði trega og söknuð í túlkun Sinatra. Sjálfur sagði hann að platan væri sú sem hann héldi mest upp á af eigin útgáfum og kannski ekki furða, því á henni er undirleikurinn spilaður af heilli sinfóníuhljómsveit í stórbrotnum og hádramatískum útsetningum Nelsons Riddle. Sinatra var tilnefndur til Grammy-verðlauna fyrir plötuna og hlaut Nicholas Volpe Grammy-verðlaun fyrir hönnun plötuumslagsin. Þar má sjá söngvarann í klassísku gervi hins dapra trúðs.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger