© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
5. nóvember
Miðaverð frá
4.900 kr.
Ingi Bjarni Skúlason, píanó
Eiríkur Orri Ólafsson, trompet
Hilmar Jensson, gítar
Snorri Skúlason, bassi
Magnús Trygvason Eliassen, trommur
Píanóleikarinn Ingi Bjarni Skúlason leiðir kvintett í gegnum frumsamda tónlist sína. Á tónleikunum verður meðal annars flutt tónlist af kvintett plötunum hans Tenging (2019) og Farfuglar (2023). Einnig mun vera flutt efni af nýju kvartett plötunni Hope (2025) sem kom út á þessu ári. Ingi Bjarni hefur leikið eigin tónsmíðar með fjölda tónlistarfólks á Íslandi, í Japan og í Evrópu, gefið út nótnabækur o.s.frv. Hann hefur hlotið talsverða athygli og viðurkenningu fyrir plötur sínar, en þær hafa allar fengið jákvæða gagnrýni í erlendum miðlum. Á íslensku tónlistarverðlaununum 2025 hlaut hann verðlaun fyrir jazzlag ársins 2024. Einnig var hann tilnefndur sem jazzflytjandi ársins og fyrir jazzplötu ársins.