© 2025 Tix Miðasala
Hallgrímskirkja
•
7. júní
Miðaverð frá
6.900 kr.
Samhljómur kynslóða: Hildur Guðnadóttir og Jón Nordal
Á tónleikum Kórs Hallgrímskirkju á Listahátíð í Reykjavík verður tveimur áhrifamiklum tónskáldum telft saman, annars vegar Hildi Guðnadóttur, hátíðarlistamanni Listahátíðar og hinsvegar Jóni Nordal sem hefði orðið 100 ára vorið 2026.
Á tónleikunum verða flutt nokkur af verkum Hildar sem hún hefur samið fyrir kór ásamt stórvirki Jóns, Óttusöngvar á vori (1993) fyrir kór, sópran, kontratenór, orgel, selló og slagverk. Meðal flytjenda er einsöngvarinn Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og er stjórnandi Steinar Logi Helgason.
Kór Hallgrímskirkju
Stjórnandi: Steinar Logi Helgason
Sópran: Álfheiður Erla Guðmundsdóttir
Organisti: Björn Steinar Sólbergsson
Kontratenór: NN
Selló: NN
Slagverk: NN