Rising Stars | Maat saxófónkvartettinn

Harpa

9. maí

Miðaverð frá

0 kr.

Portúgalski Maat saxófónkvartettinn kemur fram á upphafstónleikum Rising Stars hátíðarinnar í Hörpu og flytur litríka og fjölbreytta efnisskrá sem hverfist í kringum stef á borð við jafnrétti og frelsi. Hér hljóma baráttusöngvar úr smiðjum Ninu Simone, Paul McCartney og George Gershwin og tónlist eftir konur sem ruddu brautina í karllægum heimi. Kvartettinn flytur efnisskrána utanbókar, tónlistin fléttast saman í eina heild með hugleiðingum eða innskotum úr smiðju Hildegard von Bingen, fluttar á víxl af meðlimum kvartettsins og sönglögum sem Cataraina Gomes flytur. 

Maat saxófónkvartettinn skipa þau Daniel Ferreira á sópransaxófón, Catarina Gomes, sem spilar á altsaxófón og syngur , Pedro Silva á tenórsaxófón og Mafalda Oliveira á barítónsaxófón. Kvartettinn hefur starfað saman frá árinu 2018 og vakið athygli fyrir frjótt verkefnaval og framúrskarandi spilamennsku. 

Blackbird

Hildegard von Bingen (1098 - 1179)

O Virtus Sapiente (úts. e. Daniel Ferreira)

Lili Boulanger (1893 - 1918)

Nocturne & Cortege (úts. e. Daniel Ferreira)

Henriette Bosmans (1895 - 1952)

Strengjakvartett (úts. e. Adrian Tully)

George Gershwin (1898 - 1937)

Rhapsody in Blue (úts. e. Johan van der Linden)

Paul McCartney (1942)

Blackbird (úts. e. Camiel Jensen

George Gershwin / Nina Simone (1933 - 2003)

Porgy, I is your woman now (úts. e. Camiel Jensen)

Aleksandra Vrebalov (1970)

Four Faces, Four Wings 

Samið fyrir Maat saxófónkvartettinn

Rising Stars er verkefni á vegum ECHO, Samtaka evrópskra tónleikahúsa. Í samtökunum, sem voru stofnuð árið 1991, eru nú 23 tónleikahús í 14 Evrópulöndum.  Aðildarhús ECHO styðja hvert annað með því að deila reynslu og þekkingu og koma af stað metnaðarfullum, alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Lögð er rík áhersla á tengsl við listafólk, áhorfendur og samfélagið sem og frumsköpun og stuðning við ungt listafólk.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger