Reykjavík Flight Safety Symposium

Gullhamrar

16. október

Miðaverð frá

9.900 kr.

Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna stendur fyrir ráðstefnunni ,,Reykjavik Flight Safety Symposium” í níunda sinn fimmtudaginn 16. október 2025 í Gullhömrum.

Markmið ráðstefnunnar er að miðla fróðleik og skapa vettvang fyrir umræðu um þau málefni sem varða flugiðnaðinn á hverjum tíma. Ráðstefnan dregur til sín fjölbreyttan hóp úr flugiðnaðinum, alls staðar að úr heiminum. Þátttaka síðustu ár hefur farið fram úr björtustu væntingum og ljóst að umfjöllunarefnið höfðar til fjölbreytts áheyrendahóps, m.a. flugumferðarstjóra, flugfreyju og -þjóna, flugvirkja, flugmanna og aðila úr stjórnsýslunni.

Viðfangsefnin eru fjölbreytt í samræmi við anda ráðstefnunnar en staðfestir fyrirlesarar eru:

  • Friðfinnur Freyr Guðmundsson, ISAVIA ANS

    Viðbúnaðarþjónusta ISAVIA ANS

  • Ragnar Guðmundsson, RNSA

    Uncontrolled descent

  • Birta Líf Kristinsdóttir, Veðurstofa Íslands

    Veðrið í tyrkneska atvikinu og hröð þróun flugveðurgagna síðustu árin.

  • Elísabet Eggertsdóttir, Samgöngustofa

    State Safety Program

  • Þorgrímur Sigurðsson, Flugvirkjafélag Íslands

    Flugvirkjar - Certifying staff (CRS)

  • Jóhann Wium, flugsálfræðingur

    Geðheilbrigði og flugöryggi - getur vont skap valdið flugslysum?

  • Jón Hörður Jónsson, formaður Öryggisnefndar FÍA

    Yfirlit og lokaorð

Aðgangseyririnn er 9.900 krónur. Hádegishlaðborð og léttar veigar á ráðstefnunni er innifalið í verðinu.

Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna: www.fia.is

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger