© 2025 Tix Miðasala
Iðnó Jazz
•
19. október
Miðaverð frá
2.500 kr.
R.I.S.K er nýr kvartett sem hóf störf haustið 2024.
Verkefnið er í stöðugri þróun – lifandi, ófyrirsjáanlegt og í sífelldri mótun. Hljóðheimur sveitarinnar er samruni akústískur og rafmagns þar sem tónsmíðar meðlima verða að frjóum jarðvegi fyrir ímyndunarflug og spuna augnabliksins.
Á bak við verkefnið standa fjórar konur með djúpar rætur í íslensku tónlistarlífi, Sólrún Mjöll Kjartansdóttir (Trommur), Ingibjörg Elsa Turchi (bassi), Kristín Þóra Haraldsdóttir (fiðla, elektróník, söngur og gítar) og Róberta Andersen (rafgítar, bartóngítar, elektróník).