© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
6. maí
Miðaverð frá
17.900 kr.
Alþjóðlega hönnunarráðstefnan DesignTalks fer fram 6. maí 2026 í Silfurbergi í Hörpu
Þema HönnunarMars í ár er Tengingar. Í heimi sem bæði er ofurtengdur og aftengdur er spennandi að beina sjónum að þessari knýjandi þörf manneskjunnar fyrir tengsl, að þráðunum sem tengja allt saman og töfrunum sem liggja í tengingunum sjálfum. Tengingar eru grunnurinn að öllu og lífæðar samfélaga. Borgin er ekkert án tenginga, byggingin lifnar við í tengingum sem fólk hefur við hana, flíkin er ekkert án þess sem klæðist henni. Ekkert snertir við okkur nema við tengjum við það.
Forsala: 17.900 ISK
Fullt verð: 19.900 ISK
DesignTalks hefur verið lykilviðburður HönnunarMars, hátíðar hönnunar og arkitektúrs á Íslandi frá upphafi og fest sig í sessi sem mikilvægur vettvangur innblásturs og samtals um hönnun og arkitektúr, samtímarýni og framtíðarsýn. Fjölmargir hafa komið fram í gegnum árin og hér má sjá sýnishorn frá fyrri viðburðum.
Hlín Helga Guðlaugsdóttir er listrænn stjórnandi DesignTalks og Þura Stína Kristleifsdóttir framleiðir fyrir Miðstöð hönnunar og arkitektúrs.
Viðburðurinn fer fram á ensku.