Dikta í Fríkirkjunni

Fríkirkjan í Reykjavík

18. desember

Miðaverð frá

8.990 kr.

Þann 18. desember mun hljómsveitin Dikta halda sína árlegu jólatónleika og koma fram í fyrsta sinn í Fríkirkjunni í Reykjavík.

Það þarf vart að kynna Diktu fyrir Íslendingum enda fyrir margt löngu búnir að syngja sig og spila inn í hjörtu þjóðarinnar með hverjum smellinum á fætur öðrum sem fengið hafa að hljóma á öldum ljósvakans.

Síðustu ár hefur hljómsveitin jafnan haldið tónleika á þessum árstíma og spilað jólalög í bland við sín eigin lög í sparibúningi.

Í Fríkirkjunni verður hugljúfur jólaandinn í algjöru fyrirrúmi og alveg ljóst að hver sá sem mætir á þennan viðburð fer þaðan með bros á vör. Ekki missa af þessum hátíðartónleikum 18. desember.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger