© 2025 Tix Miðasala
Ægir 220 Íshúsið Hafnarfirði
•
23. október
Miðaverð frá
3.500 kr.
Guðrið Hansdóttir og Stína Ágústsdóttir í ÆGI 220
HEIMA kynnir HEIMA -SKAGA upphitun frá Svíþjóð og Færeyjum
Tónlistarkonurnar Gudrid Hansdóttir og Stína Ágústsdóttir spila á HEIMA-SKAGA hátíðinni á Akranesi 25. október en ætla líka að koma við á HEIMA-velli HEIMA hátíðarinnar - ÆGI 220 í Hafnarfirði
GUDRID HANSDÓTTIR er færeysk tónlistarkona sem bjó um árabil í Reykjavík en er flutt
aftur heim til Færeyja. Hún hefur hlotið fjölmargar viðurkenningar fyrir músíkina sína og hefur
sent frá sér 6 stórar plötur. Hún er söngvaskáld, en hún er líka annar helmingur raf-tónlistar tvíeykisins Byrta. Hinn
helmingurinn er Janus Rasmussen sem er svo í öðru tvíeyki með Ólafi Arnalds – Kiasmos.
Allt tengist.
Gudrid hefur spilað víða um heim, farið í lengri og styttri tónleikaferðir um Evrópu og
Bandaríkin auk þess sem hún hefur komið frá á tónlistarhátíðum eins og G! Festival í
Færeyjum, SXSW í Austin Texas, SPOT í Aarhus í Danmörku og Iceland Airwaves.
STÍNA ÁGÚSTSDÓTTIR er ein fremsta jazz- og jazzpoppsöngkona landsins og hefur
skapað sér nafn á senunni í Skandinavíu með sinni óviðjafnanlegu rödd.
Stína er búsett í Stokkhólmi og starfar þar sem tónlistarkona en kemur reglulega heim og
syngur eða semur tónlist.
Hún hefur sent frá sér fimm stórar plötur og hlotið fjölda tilnefninga til íslensku
tónlistarverðlaunanna auk frábærra dóma víða um heim.
Síðasta plata Stínu, Yours Unfaithfully (Prophone/Naxos), kom út í október 2024 en með
henni mótar hún enn frekar nýjan og ferskan hljóðheim sem kjarnar sig í jazzinum en notar
efni og innblástur úr öðrum stefnum eins og poppi, indie og jafnvel rokki.
Á tónleikunum í ÆGI mun Stína afklæða úrval laga af síðustu tveimur plötum og flytja á sinn
einstaka hátt með gítarleikaranum Ara Árelíusi.