Rising Stars | Álfheiður Erla og Kunal Lahiry - Lady Lazarus

Harpa

10. maí

Miðaverð frá

5.000 kr.

Lafði Lazarus er yfirskrift lokatónleika Rising Stars tónlistarhátíðarinnar í Hörpu þar sem fram koma sópransöngkonan Álfheiður Erla Guðmundsdóttir og píanóleikarinn Kunal Lahiry. 

Ljóð Sylviu Plath, _Lady Lazarus, s_em þýska tónskáldið Aribert Reimann samdi magnað einsöngsverk sitt við árið 1992, myndar þráð í gegnum efnisskrána sem teygir sig yfir margar aldir og hverfist um stef á borð við frelsi og viðnám gegn kúgun. Á meðal tónverka er Íslandsfrumflutningur á verkinu Náðarstef sem María Huld Markan Sigfúsdóttir samdi sérstaklega fyrir Álfheiði og Kunal, við ljóð þriggja skálda úr ólíkum áttum.    

Undanfarna mánuði hafa Álfheiður Erla og Kunal komið fram í mörgum af virtustu tónleikahúsum Evrópu svo sem í Elfphilharmonie í Hamborg, Concertgebouw í Amsterdam og Parísarfílharmóníunni. Nú er röðin komin að Hörpu.

EFNISSKRÁ

Henry Purcell (1559 - 1695)  / John Dryden

Music for a While (úr Ödupusi, konungi Þebu), Z 583/2 (úts. W. Bergmann / M. Tippett)

Aribert Reimann (1936 - 2024) / Sylvia Plath

I Have Done it Again (úr Lady Lazarus, 1999)

Franz Schubert (1727 - 1810) /  Josephine von Munk-Holzmeister

Blondel zu Marien, D 626 

Carol Anne McGowan (1983) /  Mary Elizabeth Frye

Do Not Stand by My Grave and Weep

Aribert Reimann / Sylvia Plath

The Nose, the Eye Pits, the Full Set of Teeth? (úr Lady Lazarus)

Benjamin Britten (1913 - 1976) / Arthur Rimbaud

Les illuminations op. 18: VI. Interlude

Les illuminations op. 18: VII.  Being Beauteous 

María Huld Markan Sigfúsdóttir (1980) 

Náðarstef (2025)

I. Nóttin er mér náðardjúp (Fríða Ísberg)

II. Síðasta ljóðið (Halina Poswiatowska / ísl. þýðing: Maó Alheimsdóttir)

III. Fljúgandi ljóð (Mosab Abu Toha, ísl. þýðing: Móheiður Hlíf Geirslaugsdóttir)

(pantað af Hörpu, Philharmonie Luxemburg, ECHO)

Aribert Reimann (1936 - 2024)

The First Time it Happened I Was Ten (úr Lady Lazarus)

Christian Jost (1963) / Franz Kafka

Der explodierende Kopf

Luciano Berio (1925 - 2003)

Wasserklavier (úr 6 Encores)

Shawn E. Okpebholo (1981) 

Oh, Freedom (úr Songs in Flight)

Aribert Reimann (1936 - 2024)

There Is a Charge (úr Lady Lazarus)

Henry Purcell (1559 - 1695) / Ókunnur höfundur

By beauteous softness (úr Now Does the Glorious Day Appear, Z 332 'Birthday Ode for Queen Mary II') 

-

Rising Stars er verkefni á vegum ECHO, Samtaka evrópskra tónleikahúsa. Í samtökunum, sem voru stofnuð árið 1991, eru nú 23 tónleikahús í 14 Evrópulöndum. Aðildarhús ECHO styðja hvert annað með því að deila reynslu og þekkingu og koma af stað metnaðarfullum, alþjóðlegum samstarfsverkefnum. Lögð er rík áhersla á tengsl við listafólk, áhorfendur og samfélagið sem og frumsköpun og stuðning við ungt listafólk.

-

RISING STARS TÓNLISTARHÁTÍÐIN Í HÖRPU

9. - 10. maí 2026 í Norðurljósum

Laugardagur, 9. maí kl. 17

Maat saxófónkvartettinn: Blackbird

Laugardagur, 9. maí kl. 20

Giorgi Gigashvili, píanó

Sunnudagur, 10. maí kl. 17

Valérie Fritz, selló: Learn to unlearn

Sunnudagur, 10. maí kl. 20

Álfheiður Erla Guðmundsdóttir, sópran og Kunal Lahiry, píanó: Lady Lazarus

-

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger