© 2025 Tix Miðasala
Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8
•
6. nóvember
Miðaverð frá
24.900 kr.
Einstakt kvöld í töfraheimi Clase Azul
Fimmtudaginn 6. nóvember bjóðum við í ógleymanlega ferð inn í heim Clase Azul, þar sem mexíkósk hefð og listræn snilld mætast í fullkomnu jafnvægi.
Kvöldið hefst með innsýn söguna sem býr að baki hinum handmáluðu postulínsflöskum. Við köfum ofan í framleiðsluferlið þar sem hið bláa Weber-agave umbreytist í gullfallegan vökva með þolinmæði og natni.
Gestir fá tækifæri til að smakka úrval af þeim allra bestu tequila frá Clase Azul.
Clase Azul Reposado
Clase Azul Guerrero
Clase Azul San Luis Potosí
Clase Azul Gold
Hápunktur kvöldsins verður þegar við smökkum Clase Azul Ultra Extra Añejo - dýrasta tequila landsins - 386.800 krónur flaskan. Aðeins ein flaska er til á landinu sem gerir þetta að einstöku tækifæri.
Við pörum vínin með léttum bitum sem munu koma á óvart.
Þetta er kvöld fyrir þá sem kunna að meta hið einstaka - þar sem hver dropi segir sögu og hvert augnablik verður að minnisstæðri upplifun.