Búrgúndí 203 – Upp stigann / Frá þorpi til fyrsta flokks

Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8

30. október

Miðaverð frá

9.900 kr.

Ferðalag okkar um Búrgúndí heldur áfram þriðjudaginn 28. október er við skyggnumst dýpra í gæðaflokkunarkerfi héraðsins. Kynnt verða til sögunnar þorpsvín og Premier Cru-vín, sem marka skýrt þrep upp á við frá héraðsvínunum sem við könnuðum síðast.

Þorpsvínin eru fyrir marga byrjunarreitur hins sanna Búrgúndí. Vínin koma frá þorpum á borð við Gevrey-Chambertin, Chambolle-Musigny, Vosne-Romanée, Meursault og Puligny-Montrachet. Hver þorpsmerking hefur sín sérkenni sem mótast af einkum af jarðvegi á hverjum stað. Þorpsvínin búa yfir meiri dýpt og persónuleika en héraðsvínin og eru jafnframt vinsæll veiðistaður þeirra sem leita hagkvæmra kaupa í Búrgúndí.

Premier Cru vínin, eða fyrsta flokks vínin, eru síðan enn eitt skrefið upp í stigveldinu. Þau koma frá sérvöldum ekrum innan þorpanna og eru ekki nema 5% af allri framleiðslu Búrgúndí. Hver ekra hefur sitt nafn - Les Charmes, Les Folatières - og búa þær yfir einstökum eiginleikum.

Kvöldið varpar ljósi á þann mun sem felst í þorpsvínum og 1er Cru og hvernig þessi vín búa yfir sérkennum sem jarðvegurinn endurspeglar.

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger