© 2025 Tix Miðasala
Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8
•
23. október
Miðaverð frá
19.000 kr.
Fimmtudaginn 23. október gefst vínáhugamönnum kostur á að kynnast hinni virðulegu víngerð Vega Sicilia, sem talin er sú fremst á Spáni og er nánar tiltekið staðsett í Ribera del Duero héraðinu.
Húsið var stofnað árið 1864 af Don Eloy Lecanda y Chaves, sem flutti frá Bordeaux með vínvið á borð við Cabernet Sauvignon, Merlot og Malbec. Þeim var plantað ásamt spænsku aðalþrúgunni Tinto Fino (einnig þekkt sem Tempranillo) í hinum þurra jarðvegi Ribera-dalsins. Orðstír hússins óx mjög eftir 1903 þegar það komst í eigu Antonio Herrero og hlaut fjölda verðlauna bæði heima og erlendis. Núverandi eigendur, Álvarez-fjölskyldan, tóku við rekstrinum árið 1982.
Velgengni hússins byggist á nákvæmni við framleiðsluna. Uppskera er haldið í lágmarki og þrúgurnar vandlega handtíndar. Vínin eru látin þroskast í margvíslegum ílátum - bæði frönskum og amerískum eikartunnum, nýjum sem gömlum, smáum tunnum eða stórum kerjum. Þrátt fyrir langa geymslu í tunnum, oft sex til tíu ár, glata vínin aldrei ferskleika sínum.
Framleiðsla hússins skiptist í þrjár meginlínur: Único, sem er aðalafurð hússins og þroskast í allt að tíu ár; Único Reserva Especial, sem er blanda úr mörgum árgöngum; og Valbuena 5°, sem þroskast í fimm ár og er ódýrasti kostur hússins.
Þetta er tækifæri til að kynnast þessari merku víngerð sem lagði grunninn að velgengni alls Ribera del Duero héraðsins: Þetta ætti enginn áhugamaður að láta fram hjá sér fara.