© 2025 Tix Miðasala
Rannsóknarsetur Santé, Skeifunni 8
•
8. október
Miðaverð frá
8.900 kr.
Miðvikudaginn 8. október bjóðum við upp á kampavíns- og kavíarsmakk. Við smökkum kampavín og könnum hvaða samhljómur er við styrjuhrognin. Kvöldstund sem enginn sannur sælkeri ætti að láta fram hjá sér fara.
Árið 1972 fór Richard Nixon þáverandi Bandaríkjaforseti í opinbera heimsókn til Kína í því skyni að bæta samskipti ríkjanna. Í formlegri veislu þar var m.a. boðið upp á kavíar sem var afar fágætur og dýr á þeim tíma. Nixon var ekki kunnugur því hvernig ætti að bera sig að við að snæða kavíar, tók stóra skeið og smurði kavíarnum á brauð líkt og kæfu. Fylgdarlið hans taldi vitaskuld að forseti Bandaríkjanna hlyti að kunna á svona lagað og gerði slíkt hið sama. Kínverjunum þótti þetta skondið og var haft á orði að uppákoma þessi hefði jafnvel bætt samskipti ríkjanna meira en nokkur fundur.Í núverandi ástandi heimsmála, þar sem samskipti stórveldanna eru kannski ekki í sínu besta formi, væri ef til vill ráð að endurtaka þessa uppskrift - enda virkaði hún ágætlega á sínum tíma. Hvort sem forseti dagsins í dag veit eitthvað um siði kavíars skal ósagt látið, en eitt er víst - fátt getur bætt andrúmsloftið eins og góður kavíar í góðum félagsskap. Og það er jafnvel glæpur að njóta kavíars án þess að hafa kampavín með - það er jú hin fullkomna pörun og kannski einmitt það sem vantar í alþjóðasamskiptin.