Dansverkstæðið

19. október

Miðaverð frá

2.900 kr.

Geigen

Teknófiðludúettinn Geigen býður ungum áhorfendum og fjölskyldum þeirra í geimræna fiðluveröld þar sem fortíð, framtíð og nútíð mætast í taktföstu teknópartyí. Geigen eru ofurjarðneskar verur sem búa í þessum óskilgreinda heimi. Verurnar tvær eru fiðluleikarar og fararstjórar um óravíddir þessa heims og nota hljóðfærið til þess að skapa dulræna atburðarás. Þær nota ekki orð til þess að tjá sig heldur tungumál fiðlunnar og rafræn, óarðnesk hljóð sem verða til við snertingu boga á streng. Verurnar tvær eru samstilltar í hreyfingum og í leik sínum á fiðlurnar hrífa þau áhorfendur með í heim líkamlegrar tjáningar.

Sýningin er 25 mínútur og hentar börnum 6 ára og eldri. Yngri börn velkomin.

ATH: Viðburðurinn er sætalaus og inniheldur taktfasta tónlist í barnvænum hljóðstyrk en gæti truflað mjög viðkvæm eyru.

Þú velur verðið!

Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.

Miðaverð:

  • 2.900 kr.

  • 4.900 kr. (viðmiðunarverð)

  • 6.900 kr.

Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.

Geigen var stofnað í San Francisco haustið 2018 af Gígju Jónsdóttur og Pétri Eggertssyni. Geigen hafa komið fram á hinum ýmsu hátíðum hérlendis svo sem Reykjavík Dance Festival, LungA, Raflost, Norðanpaunk og fleira. Geigen hafa einnig skapað tónleikaupplifanir fyrir börn fyrir hátíðina Big Bang í Reykjavík og Lúxemborg. Árið 2022 sömdu þau dansverkið Geigengeist í samstarfi við Íslenska dansflokkinn sem hlaut fimm tilnefningar til Grímuverðlauna og verðlaun fyrir tónlist, búninga og lýsingu ársins.

Flytjendur og höfundar: Gígja Jónsdóttir og Pétur Eggertsson

Tónlist: Geigen

Búningar: Tanja Huld Levý og Alexía Rós Gylfadóttir

Leikmynd/munir: Sean Patrick O'Brien

Ljós: Cristina Agueda

Ljósmyndir: Magnús Andersen

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger