© 2025 Tix Miðasala
Íþróttahús Grindavíkur
•
4. október
Miðaverð frá
3.000 kr.
Í þetta sinn er það ekki eldfjallið sem lætur jörðina skjálfa í Grindavík – heldur skautararnir! Þrjú hörð Roller Derby lið munu rúlla í bæinn og keppa þrjá leiki á einum trylltum degi.
Það má búast við hraða, höggum og endalausri orku þegar liðin mætast á brautinni. Hvort sem þú ert langtíma aðdáandi eða ert að koma og horfa á hjólaskautaat í fyrsta sinn, þá er þetta fullkomið tækifæri til að upplifa eldinn, fjörið og samfélagsandann sem fylgir íþróttinni.
Ekki missa af tækifærinu til að sjá skautarana kynda upp brautina – látum Grindavík skjálfa af nýjum ástæðum!
Ragnarök mætir tveimur sterkum liðum: The 301 Derby Dames frá Maryland, Bandaríkjunum, og London Roller Derby's Docklands Fight Railway frá London, Bretlandi
Grindavík
4 Október, 2025
Miðaverðið er 3000kr fyrir alla 3 leikina, en hægt verður að kaupa miða á stakann leik við hurð á 1500kr. Frítt inn fyrir 10 ára og yngri.
Dagskrá:
11:00 - Dyrnar opnast
11:30 - Ragnarök vs 301 Derby Dames
13:45 - Ragnarök vs Docklands Fight Railway
16:00 - Docklands Fight Railway vs 301 Derby Dames