© 2025 Tix Miðasala
Harpa
•
16. nóvember
Miðaverð frá
4.500 kr.
Óvenjulegt samspil tveggja kraftmikilla hljóðfæra: harmóníku og kontrabassa. Tveir pólskir tónlistarmenn í fremstu röð, Maciej Frackiewicz harmóníkuleikari og Jacek Karwan kontrabassaleikari flytja fjölbreytta efnisskrá sem þar sem finna má andlega dýpt í verki Sofiu Gubaidulinu, nýjustu strauma pólskrar samtímatónlistar í verkum Widlaks og Nowaks og loks ástríðufullan tangó úr smiðju Astors Piazzolla. Spennandi efnisskrá sem sýnir þessi hljóðfæri í óvæntu ljósi, hljóðfæri sem kunna að virðast svo ólík en geta svo sannarlega átt áhugavert samtal og samspil.
Efnisskrá
Wojciech Widlak (*1971) – Sónata fyrir kontrabassa og hamóníku
Wojciech Nowak (*1954) – Dúó (1987)
Sofia Gubaidulina (*1931-2024) – In Croce
Astor Piazzolla (1921–1992) – Le Grand Tango
Flytjendur
Maciej Frackiewicz – harmóníka
Jacek Karwan – kontrabassi
Tónleikarnir eru um klukkustund, án hlés
Tónleikarnir eru styrktir af Sendiráði Póllands í Reykjavík og fjármagnaðir af Menningarsjóði menningarmálaráðuneytis Póllands.