© 2025 Tix Miðasala
IÐNÓ
•
5. desember
Miðaverð frá
5.900 kr.
Í ár eru 10 ár síðan Kristín Stefánsdóttir og Hlynur Þór Agnarsson stilltu saman strengi sína og hófu göngu Friðarjóla. Þessir jólatónleikar hafa verið ákaflega vinsælir og rómaðir fyrir hlýtt og notalegt andrúmsloft og vandaðan flutning. Kristín hefur sungið sig inn í hjörtu landsmanna með einstakri sviðsframkomu og útgeislun og Hlynur Þór getið sér mjög gott orð sem hljómsveitarstjóri og vakið athygli fyrir vandaðar útsetningar.
Á þessum 10 árum hafa góðir gestir á borð við Ragga Bjarna, Kristjönu Stefánsdóttur, Þór Breiðfjörð og Stefán Hilmarsson litið inn auk barnakóra og gospelkóra.
Nú ætla Kristín og Hlynur hins vegar að halda upp á 10 ára afmælið eins og þau hófu þessa vegferð í upphafi, bara tvö. Óhætt er að lofa einlægum flutningi sígildra jólalaga í Iðnó þessi jólin þar sem allir munu komast í jólaskapið.