© 2026 Tix Miðasala

Hannesarholt
•
24. - 28. janúar
Miðaverð frá
3.000 kr.




Dagskráin „Bríet, blómin og Hannes“ var flutt í Hannesarholti - Hljóðbergi 27. september til heiðurs Bríeti Bjarnhéðinsdóttur, kvenréttindakonu, blaðamanni og ritstjóra Kvennablaðsins á afmælisdegi hennar, og verður nú endurtekin í janúar. Fjallað verður um samstarf Hannesar Hafstein, fyrsta ráðherra Íslands og Bríetar, ólíka æsku þeirra og kjör og hvernig lífsþræðir þeirra spunnust saman, meðan bæði lifðu. Samstarf þeirra hafði mikil áhrif á þróun kvenréttinda hér á landi. Sá sögulegi sannleikur má ekki gleymast.
En hvaða blóm eru þetta ? - Það færðu að vita ef þú mætir í Hannesarholt þann 24. eða 28. janúar. Veitingahúsið er opið frá kl.11.30 og má njóta veitinga á undan viðburði.
Sýningin er samvinnuverkefni Hannesarholts og Leikhúslistakvenna 50 +
Dagskráin er um eina klst.
Þáttakendur
Ásdís Skúladóttir leikstjóri, skrifaði handritið ásamt hópnum
Edda Þórarinsdóttir leikkona
Helga E. Jónsdóttir leikkona
Þórey Sigþórsdóttir leikkona
Laufey Sigurðardóttir fiðluleikari

