IBM 1401 – A User’s Manual - Sérstök útgáfa

Dansverkstæðið

24. september

Miðaverð frá

2.900 kr.

Sérstök útgáfa af tímamótaverkinu IBM 1401 – A User’s Manual eftir dansarann og danshöfundinn Ernu Ómarsdóttur og tónskáldið Jóhann Jóhannsson verður sýnd á Dansverkstæðinu dagana 24. september og 1. október næstkomandi.

Verkið er innblásið af sögu fyrstu tölvunnar sem kom til Íslands, IBM 1401, og “kveðjusöng“ hennar. Í einfaldri umgjörð mætast líkami og vél í dans og tónlist.

Íslenskur sálmur, strengir, rafhljóð, vinnuhljóð tölvunnar, andardráttur og hreyfingar dansarans - sameinast í rafmagnaðri orku sem tengir hið vélræna og hið lífræna.

Verkið var frumsýnt árið 2002 á Dansem hátíðinni í Marseille og hefur síðan ferðast á margar helstu dans og sviðstahátíðir Evrópu og víðar.

Þú velur verðið!

Dansverkstæðið reiðir sig á aðsókn og stuðning áhorfenda. Þeir sem velja hærra miðaverð leggja með því sitt af mörkum til að efla Dansverkstæðið og framtíð danslistar á Íslandi.

Miðaverð:

  • 2.900 kr.

  • 4.900 kr. (viðmiðunarverð)

  • 6.900 kr.

Veljið það verð sem hentar ykkur best – allir miðar tryggja jafnan aðgang að sýningunni.

Hugmynd: Erna Ómarsdóttir & Jóhann Jóhannsson

Danshöfundur og flytjandi: Erna Ómarsdóttir

Tónlist: Jóhanni Jóhannssyni

Útsetning: Jóhann Jóhannsson og Arnar Bjarnason

Tónlistin inniheldur brot úr „Ísland Ögrum Skorið“ eftir Sigvalda Kaldalóns, flutt af IBM 1401 tölvunni, forrituð af Jóhanni Gunnarssyni og Elíasi Davíðssyni, tekið upp árið 1971.

Lengd: 45 mínútur

Gjafakort fyrir öll tilefni

Gefðu viðburð að eigin vali

Kaupa gjafakort

Nýir viðburðir og tilboð fyrir þig í hverri viku

Skráðu þig á póstlistann

Skrá mig
Messenger